Skilmálar

Tryggja ehf., kt. 691295-3709, til heimilis að Stórhöfða 23, 110 Reykjavík, er óháð vátryggingamiðlun með skráð starfsleyfi hjá Fjármálaeftirlitinu. Tryggja ehf. hefur engin eignatengsl við nein vátryggingafélög en fær tekjur sínar af þóknun frá vátryggingafélagi.

Ég gef hér með Tryggja ehf. fullt umboð til þess að ganga frá samningi um Leiguvernd fyrir mína hönd, samkvæmt upplýsingum sem ég hef veitt, gagnvart vátryggjanda Leiguverndar sem er:

Tryggingamiðstöðin hf.
Síðumúla 24
108, Reykjavík

Ég hef kynnt mér vátryggingarskilmála Leiguverndar en þeir eru á íslensku og um vátrygginguna gilda íslensk lög.

Ég samþykki að Tryggja ehf. vinni með og varðveiti persónulegar upplýsingar sem ég veiti, að því marki sem nauðsynlegt er vegna gerðar og rekstrar samnings um Leiguvernd, en Tryggja ehf. fylgir lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000

Ég samþykki að Tryggja ehf. hafi milligöngu um bæði iðgjaldagreiðslur mínar til vátryggingafélagsins sem og tjónagreiðslur frá því, hvort tveggja fyrir mína hönd.